Traustur verktaki í 55 ár
Verktakafyrirtækið Ístak fagnaði 55 ára afmæli á dögunum. Í tilefni þess voru framleiddar tvær heimildamyndir um helstu verk fyrirtækisins á síðastliðnum fimm árum.


framleiðsla
hugmyndavinna
grafísk hönnun
textasmíði
hreyfigrafík
Fyrri myndin fjallar um vinnu Ístaks í kringum jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi. Þar vann fyrirtækið að gerð varnargarða, lagfæringu á Njarðvíkurlögn og stækkun jarðvarmavirkjunar HS Orku í Svartsengi.
Í myndinni má sjá áður óbirt myndefni af aðgerðum starfsmanna Ístaks þegar þeim tókst að forða fjölda vinnuvéla frá flæðandi hrauni, í eldgosi sem hófst 14. janúar 2024. Heildarverðmæti vélanna var um 800 milljónir króna.


Í hinni myndinni er varpað ljósi á framkvæmdir við Hótel Sögu, byggingu Húss íslenskra fræða og nýjungar í starfsemi Ístaks, á borð við BIM upplýsingatækni og BREAAM vottun.
Leikstjórn, kvikmyndataka og klipping var í umsjón Óskars Páls Sveinssonar.
